All Collections
Tjón
Tilkynna tjón
Hvernig tilkynni ég tjón?
Hvernig tilkynni ég tjón?
V
Written by Verna
Updated over a week ago

Það getur allt gerst. Þú getur tilkynnt tjón með einföldum hætti í Verna appinu. Þar getur þú tekið myndir, skrifað hvað gerðist eða jafnvel enn betra, þú getur sagt okkur hvað gerðist. Um leið og það hefur verið gert er tjónstilkynningin send Verna. Það má líka senda inn tjónstilkynningu á gamla góða tjónstilkynningareyðublaðinu og senda það til okkar eða koma með það.

 1. Veldu Tjón flipann í appinu.

 2. Ýttu á Tilkynna tjón takkann.

 3. Ef einhver er slasaður, þá getur þú hringt á 112 strax.

 4. Ef áreksturinn hefur áhrif á umferð, ekki er hægt að færa bílana eða ef ágreiningur er á milli aðila þá er best að hringja á Aðstoð og öryggi.

 5. Næsta skref er að taka myndir af tjónsstað, bílum og skemmdum. Hér er ráðlagt að hafa bílnúmerin inn á myndinni.

 6. Næst ertu beðinn um að skrásetja alla bíla og ökumenn sem koma að tjóninu.

 7. Næsta skref er að segja okkur hvað gerðist, hvernig það gerðist og hvað gerðist í kjölfarið.

 8. Við biðjum þig að velja viðeigandi flokka.

 9. Þú segir okkur hvar og hvenær tjónið átti sér stað.

 10. Þú merkir við á hvaða hliðum bílarnir eru skemmdir.

 11. Farðu vandlega yfir allar upplýsingarnar sem þú settir inn.

 12. Síðast en ekki síst þá skrifa allir ökumenn undir tilkynninguna með rafrænum skilríkjum.

Ef appið er eitthvað að stríða þér

Þá er best að hafa samband við Aðstoð og öryggi í síma 578-9090 sem mæta á staðinn og aðstoða við útfyllingu tjónstilkynningar.

Ef einhver er slasaður þarf alltaf að hringja í 112 og fá lögregluna á staðinn.

Did this answer your question?