Skip to main content
All CollectionsTjónTilkynna tjón
Viðbrögð við tjóni
Viðbrögð við tjóni
V
Written by Verna
Updated over a week ago

Ábyrgðartjón 🛠

Verna hefur móttekið tjónstilkynningu á ökutækinu þínu og hefur metið bílinn í rétti 😊 Næsta skref er að fara með bílinn í tjónamat á verkstæði. Hér finnur þú lista yfir verkstæði 🛠

Við mælum með því að hafa samband við verkstæðið sem þú velur til að fá tíma í viðgerðarmat. Verkstæðið skoðar tjónið, tekur myndir og útbýr viðgerðarmat sem sent er til Verna MGA. Þegar viðgerðarmat hefur verið samþykkt mun verkstæðið sjá um að útvega þér tíma í viðgerð

workshop will arrange a repair appointment for you.


Bílrúðutjón 🛠

Verna hefur móttekið tjónstilkynningu á ökutækinu þínu og hefur metið tjónið bótaskylt úr bílrúðutryggingu ökutækisina 😊 Næsta skref er að bóka tíma hjá verkstæði og fara með bílinn í bílrúðuskipti. Hér finnur þú lista yfir verkstæði 🛠

Eigin áhætta bílrúðutjóna er gerð upp á verkstæðinu. Sjá má hluta eigin áhættu á vátryggingarskírteini ökutækis.


Kaskótjón 🛠

Verna hefur móttekið tjónstilkynningu á ökutækinu þínu og hefur metið tjónið bótaskylt úr kaskótryggingu ökutækisins. 😊 Næsta skref er að fara með bílinn í tjónamat á verkstæði. Hér finnur þú lista yfir verkstæði 🛠

Eigin áhætta kaskótjóna er gerð upp á verkstæðinu. Sjá má hluta eigin áhættu á vátryggingarskírteini ökutækis.


Bílaleigubíll eða afnotamissir

Hægt er að fara tvær leiðir að þessu:

  1. Þú getur fengið bílaleigubíl í það sem telst eðlilegur viðgerðartími (u.m.þ.b 14 dagar) í samráð við okkur. Bílaleigubílarnir eru í bílaflokki A og er hægt að skoða það nánar á vefsíðum hjá bílaleigum. Mörg verkstæði sjá um að útvega bílaleigubíla en einnig er hægt að hafa beint samband við bílaleigu 🚗

  2. Þú getur óskað eftir því að fá afnotamissinn greiddan fyrir eðlilegum viðgerðartíma. Afnotamissir er 4.500 kr fyrir hvern dag. Til þess að óska eftir því að fá afnotamissi greiddan þarf að senda tölvupóst á [email protected] eftir að viðgerð er lokið og endanlegur fjöldi viðgerðardaga liggur fyrir.


Vilt þú samkomulagsbætur vegna tjónsins?

Ef þú vilt ekki láta gera við bílinn getur þú óskað eftir því að fá greiddar samkomulagsbætur í staðinn. Panta þarf tíma í tjónaskoðun á verkstæði (mælum með að hringja á undan) og þegar tjónaskoðun liggur fyrir getur þú haft samband við okkur í netfangið [email protected] og óskað eftir bótum.

Bílar sem eru með veðböndum eða í eigu lánastofnana þurfa að fá heimild frá veðhafa til þess að fá tjónið greitt út, sé bíllinn í eigu lánastofnana greiðast bæturnar til þeirra nema viðkomandi lánastofnun heimili annað.


Er ökutækið þitt óökufært?

Ef bíllinn fer ekki í gang eftir tjónið þarf að hringja á dráttarþjónustu til að draga bílinn á næsta verkstæði eða á Krók ef tjón gerist á höfuðborgarsvæðinu.

Þú getur hringt sjálfur eftir dráttarþjónustu eða fengið aðstoð frá Árekstur.is eða lögreglu séu þau kölluð á svæðið. Þjónusta Árekstur.is er opin alla virka daga frá klukkan 07:45 – 18:30.

Did this answer your question?