Ef bíllinn fer ekki í gang eftir tjónið þarf að hringja á dráttarþjónustu til að draga bílinn á næsta verkstæði eða á Krók ef tjón gerist á höfuðborgarsvæðinu.
Þú getur hringt sjálfur eftir dráttarþjónustu eða fengið aðstoð frá Árekstur.is eða lögreglu séu þau kölluð á svæðið.
Ef bíllinn er hjá Króki í lengri eða styttri tíma getur verið hagkvæmt að leggja inn númerin til að spara sér tryggingar og bifreiðagjöld.
Þegar bílnúmer ökutækis eru lögð inn þarf að hafa samband við okkur í tölvupósti eða símleiðis og við fellum niður trygginguna frá með þeim degi sem Samöngustofa tók við þeim.
Verna fellir ekki tryggingar úr gildi sé ökutæki afskráð með ,,miða’’. Númeraplötur verða að vera lagðar inn til Samgöngustofu svo hægt sé að fella niður trygginguna. Sjá nánar á veg Samgöngustofu.