Undanfarin þrjú ár hefur Verna starfað sem umboðsaðili TM trygginga hf. Um næstu mánaðamót tekur Vörður tryggingar hf. við af TM sem vátryggjandi ökutækjatrygginga Verna.
Samstarfið við Vörð tryggir áframhaldandi öryggi þeirra fjármuna sem þið treystið okkur fyrir. Tryggingar snúast í grunninn um að vera til staðar þegar eitthvað kemur upp á. Með samstarfinu við Vörð erum við vel í stakk búin til að veita ykkur öruggt bakland og trausta þjónustu.
Mikilvægt er að taka fram að engar breytingar verða á viðskiptakjörum ykkar við þessa breytingu.
Hins vegar flyst tjónaþjónusta ökutækjatjóna yfir til Varðar frá og með 1. október.
Frekari upplýsingar má finna hér.