All Collections
Persónuvernd
Hvernig býr Verna til ökuskor fyrir mig?
Hvernig býr Verna til ökuskor fyrir mig?
V
Written by Verna
Updated over a week ago

Stutta svarið er að það eru nemar í öllum snjallsímum í dag sem hægt er að nota til búa til ökuskor fyrir þig og meta þannig hvaða áhættu sé verið að taka við akstur. Passað er mjög vel upp persónuvernd í þessu ferli þannig að viðkvæm gögn séu ekki geymd í persónugreinanlegu formi neins staðar nema á símanum þínum.

Hér kemur svo langa svarið:

Smáforrit Verna nýtir eftirfarandi nema í snjallsímanum:

  1. Hraðanema sem metur hversu harkalega bíl er ekið af stað, hemlað og/eða ört er skipt um akrein.

  2. Snúður sem metur hvort að haldið sé á síma við akstur t.d. til að svara tölvupóstum eða smáskilaboðum.

  3. Nándarnema sem getur m.a. numið hvort að síma sé haldið við andlitið.

  4. Þyngdaraflsnema sem m.a. er hægt að nýta til meta hröðun bifreiðar inn og út úr beygjum.

  5. Skjár virkur sem hægt er að nota til að meta hvort að verið sé að nýta símann við aksturs.

  6. GPS gögn eru nýtt til að meta hvert var ekið, hve lengi aksturinn varði og hve hratt var ekið miðað við aðra viðskiptavini sem keyrt hafa sama vegspotta.

Þessi gögn eru nýtt til að búa til heildar ökuskor fyrir hvern viðskiptavin og fimm mismunandi undirskor fyrir mýkt, hraða, fókus, tíma dags og þreytu við akstur.

Verna hefur gert samning við breska félagið Floow sem sérhæfir sig í að túlka snjallsíma gögn yfir í akstursskor, en Floow vinnur með mörgum af stærstu tryggingafélögum heims.

Til að tryggja persónuvernd er samstarfinu með við Floow stillt upp með þeim hætti að Verna óskar eftir að nýtt ópersónugreinanlegt auðkenni sé stofnað í kerfum Floow í hvert sinn sem nýr viðskiptavinur kemur í viðskipti til Verna. Verna lætur Floow ekki fá neinar persónugreinanlegar upplýsingar í því ferli. Verna miðlar ópersónugreinanlega auðkenni Floow til síma viðskiptavinarins í gegnum Verna smáforritið. Smáforrit Verna miðlar því næst ferðum til Floow í gegnum dulkóðuð fjarskipti ásamt ópersónugreinanlega auðkenninu.

Sími viðskiptavinar sækir í framhaldinu unnin akstursgögn beint til Floow og nýtir aftur til þess ópersónugreinanlega auðkennið. Í framhaldinu skilar Floow jafnframt á hverjum tíma til Verna heildar- og undirskorum fyrir hvert ópersónugreinanlega auðkenni ásamt fjölda ferða, samanlagt magn ekinna km og samanlagðan aksturstíma allra ferða.

Með þessu móti er tryggt að Floow viti aldrei hver sé eigandi símtækisins og að Verna geymi eingöngu heildarskor, heildar undirskorin, fjöldi ferða, samanlagðan aksturstíma, og samanlagðan fjölda ekinna km fyrir hvern viðskiptavin í sínum kerfum.

Verna geymir ekki akstursgögn um einstaka ferðir, s.s. hraða, mýkt, tíma dags, þreytu við akstur, truflun, akstursviðburði ferðar eða kort af hverri ferð.

Did this answer your question?