Nei, staðsetning er einungis notuð til þess að reikna ökuskor. Við sjáum ekki gögn í okkar kerfum um einstaka bílferðir. Þegar þú lýkur ferð eru gögnin um ferðina send ópersónugreinanleg til samstarfsaðila okkar til að reikna út ökuskorið þitt. Verna sér einungis ökuskorið þitt.
Til að tryggja persónuvernd geymir Verna eingöngu mjög afmörkuð akstursgögn, þ.e.a.s. heildar ökuskor viðskiptavina, heildar undirskor viðskiptavina (sbr. mýkt, hraði, fókus, tími dags og hvíld) sem og fjölda ekinna km og heildarfjölda ferða.