Skip to main content
All CollectionsVerna appið
Hvað gerist ef ég fer til útlanda?
Hvað gerist ef ég fer til útlanda?
V
Written by Verna
Updated over 2 weeks ago

Þú sérð ekki ferðir sem þú keyrir í útlöndum þar sem Verna appið mælir einungis akstur á Íslandi 🌎

Ef þú ert ekki á Íslandi í heilan mánuð og engar ferðir skrást í Verna appið þá miðar verðið við ökuskorið sem var mánuðinn þar áður. Þannig þú þarft ekki að hafa áhyggjur í fríinu ☀️

Verna appið getur tekið smá af rafhlöðu símans á meðan þú ert úti. Ef þú vilt losna við þann hausverk er best að eyða appinu úr símanum og ná svo aftur í það þegar þú kemur heim 🏠

Við mælum frekar með því í stað þess að slökkva á skynjurum, þá sleppir þú við skemmtilegu markpóstana okkar sem minna þig á að kveikja á skynjurum.

Ef þú ert hins vegar að ferðast í meira en tvo mánuði þarf að hafa samband við okkur með tölvupósti ([email protected]) svo við getum fryst fyrir þig ökuskorið á meðan þú ferðast.

Did this answer your question?