Skip to main content
All CollectionsUm Verna
Hvernig er Verna öðruvísi en tryggingafélögin?
Hvernig er Verna öðruvísi en tryggingafélögin?
V
Written by Verna
Updated over 8 months ago

Við erum 100% stafrænt tryggingatæknifélag á tryggingamarkaði sem þróar, selur og þjónustar snjalltryggingar. Ökutækjatrygging Verna er frábrugðin hefðbundnum ökutækjatryggingum í grundvallar atriðum.

Í stað þess að greiða hefðbundin árgjöld greiðir þú iðgjöldin mánaðarlega og stýrir verðinu á ökutækjatryggingunni Verna í gegnum ökuskorið. Því betur sem þú ekur því minna greiðir þú í hverjum mánuði! Bestu ökumennirnir geta lækkað iðgjöldin sín um allt að 45%. Í tilfelli hefðbundinna ökutækjatrygginga þarftu að borga vexti ef þú óskar eftir greiðsludreifingu iðgjalda þannig að sparnaðurinn þinn er raunverulega meiri ef þú velur Verna.

Þú heldur í raun 100% utan um trygginguna þína í Verna appinu. Þannig getur þú tilkynnt tjón og kallað eftir þeirri hjálp sem þú þarft í gegnum appið. Þú getur samt alltaf heyrt í okkur í vefspjallinu eða með því að slá á þráðinn og við munum leggjum okkur fram við að aðstoða þig.

Með VernaVinum getur þú komist alfarið hjá því að greiða fyrir trygginguna! Með hverjum nýjum VernaVini, sem þú býður til Verna og kaupir tryggingu, lækkar mánaðarlegt verð þitt um 150 krónur. Þú getur boðið eins mörgum vinum og þú vilt, eða þangað til kostnaðurinn þinn er komin niður í 0 kr. Það góða er að vinir þínir, sem koma í viðskipti, spara líka 150 krónur í hverjum mánuði! Ef þú ert með minnsta pakkann hjá okkur að þá gæti kostnaðurinn þinn við trygginguna lækkað um ca 25% ef 12 af þínum vinum koma í viðskipti til Verna.

Annar stór bónus er að hjá Verna greiðir þú ekki svo kallaðan “tryggðarskatt” eins og hjá sumum af tryggingafélögunum. Viðskiptavinir sem leita ekki tilboða reglulega hjá þeim félögunum borga að jafnaði 10-15% hærra verð en nýir viðskiptavinir þeirra! Frekar súrt ekki satt? Hjá Verna sérðu alltaf besta verðið í appinu okkar. Engin þörf á að hringja inn og fá tilboð eða kanna hvort að mamma, pabbi eða “Böddi frændi” geti ekki reddað betra verði. Gagnsæið er 100% og þú stýrir verðinu með því að aka vel.

Stóra spurningin er hve margir viðskiptavinir tryggingafélaganna eru að borga “tryggðarskattinn” í dag? Reynsluboltar í bransanum segja okkur að flökt viðskiptavina á milli tryggingafélagana sé ca 10-15% á hverju ári. Það er því hætt við að stór hluti viðskiptavina tryggingafélaganna sé að greiða fyrir að vera tryggir viðskiptavinir þeirra.

Breyttu markaðnum með því að Verna bílinn þinn!

Did this answer your question?