Kaskótrygging Verna er í bara það besta pakkanum okkar og er hún með fasta 139.000 kr. eigin áhættu. 🚗
Ef þú kaskótryggir bílinn þinn eru þær skemmdir sem hann kann að verða fyrir bættar. Hér koma upplýsingar um það hvað kaskótryggingin bætir og bætir ekki:
✅ Tjón vegna eldsvoða.
✅ Tjón vegna skemmdaverka og þjófnaður sem tilkynntur er til lögreglu.
✅ Skemmdir sem verða á undirvagni og rafhlöðu bílsins við akstur.
✅ Kostnað við að koma bílnum á verkstæði ef bílinn er óökuhæfur vegna tjóns.
✅ Bílaleigubíll í minnsta stærðarflokki í allt að 7 daga.
❌ Steinkast vegna aksturs á vegum.
❌ Bilun eða slit á bílnum eða búnaði vegna notkunar þar með talið dekkjum og felgum.
❌ Þjófnaður eða skemmdir á aukahlutum bílsins (t.d. bíllyklar).
❌ Ef það er eingöngu brot eða skemmdir á bílrúðum en hægt er að kaupa sér
bílrúðutryggingu sem bætir þannig tjón.
❌ Tjón vegna foks á lausum jarðefnum (t.d. Grjót, möl, sandur) eða jarðskjálfta, eldgoss, skriðufalla og annarra náttúruhamfara.
❌ Tjón á undirvagni ef ekið er á landsvegum (malarvegir um fjöll og hálendi).
Þú getur fundið nánari upplýsingar um kaskótryggingar Verna hér.