Skip to main content
All CollectionsÖkuskor
Hvernig lækka ég tryggingarnar mínar?
Hvernig lækka ég tryggingarnar mínar?
V
Written by Verna
Updated over 8 months ago

Iðgjaldið endurspeglar ökuskorið þitt í hverjum mánuði. Með því að fá reiknað ökuskorið stjórnar þú ferðinni, getur keyrt niður verðið og sparað allt að 45%. Ökuskorið er reiknað út frá fimm mikilvægum mælikvörðum mælikvörðum.

  1. Mýkt: Appið nemur hversu mjúklega þú líður um göturnar. Snögg hröðun, hemlun, ör akgreinaskipti og hraðar krappar beygjur auka áhættu og lækka skor.

  2. Hraði: Appið nemur hvort þú sért að keyra á sambærilegum hraða og aðrir í umferðinni. Of hægur eða of hraður akstur miðað við aðra getur skapað mikla hættu í umferðinni. Stöðugur hraði er áhættuminnstur og vænlegastur til vinnings. Við fylgjumst ekki með því hvort þú sért að keyra á löglegum hraða - löggan sér um það. Ekki keyra of hratt samt.

  3. Fókus: Appið nemur hvort þú sért að nota eða tala í símann undir stýri. Símanotkun kemur við sögu í yfir 60% af öllum tjónum og á ekki heima undir stýri, það vitum við öll. Betri fókus gefur betra skor.

  4. Tími dags: Hvaða tíma dags þú keyrir skiptir máli. Akstur á nóttunni er um 10 sinnum áhættusamari en akstur á daginn. Við lifum öll eftir mismunandi klukku, svo að þessi þáttur vegur ekki mjög hátt í skorinu.

  5. Hvíld: Við mælum lengd hverrar ferðar. Við getum ekki vitað hversu þreyttur þú ert við stýrið, en við vitum að það er hættulegt að keyra tímunum saman án þess að stoppa. Þreyta hefur áhrif á aksturinn og skorið.

Did this answer your question?