Skip to main content
All CollectionsTjónTilkynna tjón
Hvernig tilkynni ég tjón?
Hvernig tilkynni ég tjón?
V
Written by Verna
Updated over 11 months ago

Það getur allt gerst. Þú getur tilkynnt tjón með einföldum hætti í Verna appinu. Þar getur þú tekið myndir, skrifað hvað gerðist eða jafnvel enn betra, þú getur sagt okkur hvað gerðist. Um leið og það hefur verið gert er tjónstilkynningin send Verna. Það má líka senda inn tjónstilkynningu á gamla góða tjónstilkynningareyðublaðinu og senda það til okkar eða koma með það.

  1. Færðu boxin á heimaskjánum til vinstri í appinu.

  2. Þar sérðu Tjón flipann, veldu hann.

  3. Ýttu á Tilkynna tjón takkann og fylgið eftirfarandi skrefum:

Slys á fólk

Ef einhver er slasaður, hringið strax í 112.

Aðstoð

Ef áreksturinn hefur áhrif á umferð, ekki er hægt að færa bílana eða ágreiningur er á milli aðila þá er best að hringja á Aðstoð og öryggi.

Hver og hvað?

Veldu hver og hvað lendir í árekstri.

Hvar og hvenær?

Sýndu okkur hvar tjónið gerist og hvað klukkan var þegar tjónið gerist.

Aðstæður

Veldu þær aðstæður sem eiga við um atvikið. Bæði fyrir þinn bíl og hinn bílinn ef það á við.

Atvikalýsing

Hér getur þú kortlagt atburðarrásina með því að velja kortamynd og staðsett bílana á kortið.

Til að snúa bílunum þá klikkar þú á þann bíl sem þú vilt snúa og færir þá svo til með fingrunum.

Skemmdir

Hér velur þú hvaða hluti bílsins er með sjáanlegar skemmdir eftir tjónið

Myndataka

Hér getur þú bæði sent inn myndir sem þú tókst á tjónsdegi eða tekið nýjar myndir ef tilkynningin er gerð á tjónsstað.

Ef appið er eitthvað að stríða þér

Þá er best að hafa samband við Aðstoð og öryggi í síma 578-9090 sem mæta á staðinn og aðstoða við útfyllingu tjónstilkynningar.

Ef einhver er slasaður þarf alltaf að hringja í 112 og fá lögregluna á staðinn.

Did this answer your question?