Þú tilkynnir tjón með einföldum hætti í Verna appinu. Þar sendir þú okkur myndir, atburðalýsingu, staðsetningu og fleira. Um leið og þú hefur undirritað tjónstilkynninguna er hún send til okkar 🙌 Það má einnig senda inn tjónstilkynningu á gamla góða mátann með tjónstilkynningareyðublaðinu og senda okkur afrit/mynd af því.
Hvernig tilkynni ég tjón í appinu:
Ýttu á litla kassann merktan tjón á heimaskjá appsins
Ýttu á tilkynna tjón og fylgdu nú tjónstilkynningar ferli appsins.
Ef appið er eitthvað að stríða þér er best að hafa samband við Aðstoð og öryggi í síma 578-9090 sem mæta á staðinn og aðstoða við útfyllingu tjónstilkynningar.
Ef einhver er slasaður þarf alltaf að hringja í 112 og fá lögregluna á staðinn.