Skip to main content
All CollectionsÖkuskor
Hvernig búið þið til ökuskorið mitt?
Hvernig búið þið til ökuskorið mitt?
V
Written by Verna
Updated over 4 months ago

Appið nýtir nema sem eru í öllum snjallsímum í dag til að búa til ökuskor fyrir þig. Með bættu ökuskori geturu lækkað iðgjöldin þín í hverjum mánuði.

Appið nýtir eftirfarandi nema:

  • Hraðanemi (e. accelerometer) er notaður til að meta hversu harkalega bíl er ekið af stað, hemlað og/eða ört er skipt um akrein.

  • Snúðvísir (e. gyroscope) er notaður til að nema hvort að haldið sé á síma við akstur t.d. til að svara tölvupóstum eða smáskilaboðum.

  • Nándarnemi (e. proximity meter) sem getur m.a. numið hvort að síma sé haldið við andlitið.

  • Þyngdaraflsnemi (e. magnetometer) sem m.a. er hægt að nýta til meta hröðun bifreiðar inn og út úr beygjum.

  • Sími aflæstur (e. screen unlock) er notað til að hjálpa til við að meta hvort viðkomandi sé í símanum undir stýri.

  • GPS nemi sem metur hvert var ekið, hve lengi aksturinn varði og hve hratt var ekið.

Þessir nemar eru nýttir til að búa til heildar ökuskor fyrir og fimm mismunandi undirskor fyrir mýkt, hraða, fókus, tíma dags og hvíld.

Verna gerði samning við breska félagið The Floow sem sérhæfir sig í að túlka snjallsíma gögn yfir í ökuskor. Til að tryggja persónuvernd geymir Verna eingöngu mjög afmörkuð akstursgögn í sínum kerfum, þ.e.a.s. heildar ökuskor og heildar undirskor þín (sbr. mýkt, hraða, fókus, tíma dags og hvíld). Verna tekur hvorki á móti né geymir gögn í sínum kerfum um einstaka ferðir þínar (sbr. skor hverrar ferðar, hvað olli lágu eða háu skori né kortagögn sem sýna hvar var keyrt) en þau gögn verða eingöngu geymd á persónugreinanlegu formi í símum viðskiptavina.

Til að tryggja þennan aðskilnað er samstarfinu við Floow stillt upp með þeim hætti að Verna óskar eftir að nýtt ópersónugreinanlegt auðkenni sé stofnað í hvert sinn sem nýr viðskiptavinur kemur í viðskipti til Verna. Verna lætur Floow ekki fá neinar persónugreinanlegar upplýsingar í því ferli. Verna miðlar Floow ópersónugreinanlega auðkenni til síma viðskiptavinarins í gegnum Verna smáforritið. Smáforrit Verna miðlar því næst ferðum til Floow í gegnum dulkóðuð fjarskipti ásamt ópersónugreinanlega auðkenninu. Sími viðskiptavinar sækir í framhaldinu unnin akstursgögn beint til Floow og nýtir aftur til þess ópersónugreinanlega auðkennið. Í framhaldinu skilar Floow jafnframt á hverjum tíma til Verna heildar- og undirskorum fyrir hvert ópersónugreinanlega auðkenni ásamt fjölda ferða, samanlagt magn ekinna km og samanlagðan aksturstíma allra ferða. Þannig er tryggt að Floow viti aldrei hver sé eigandi símtækisins og að Verna geymi eingöngu heildarskor, heildar undirskorin, fjöldi ferða, samanlagðan aksturstíma, og samanlagðan fjölda ekinna km fyrir hvern viðskiptavin í sínum kerfum. Verna geymir ekki akstursgögn um einstaka ferðir, s.s. hraða, mýkt, tíma dags, þreytu við akstur, truflun, akstursviðburði ferðar eða kort af hverri ferð.

Did this answer your question?