All Collections
Greiðslur
Hvað gerist ef ég borga ekki reikninginn minn?
Hvað gerist ef ég borga ekki reikninginn minn?
V
Written by Verna
Updated over a week ago

Reikningur fyrir iðgjald trygginga fellur á gjalddaga á fyrsta degi hvers mánaðar og er greiðslufrestur einn mánuður frá gjalddaga. Ef reikningurinn er ekki greiddur fer af stað innheimtuferli.


Samstarfsaðili Verna vegna innheimtu og löginnheimtu er Gjaldskil ehf.

Allar upplýsingar um gjöld vegna innheimtu má finna á heimasíðu þeirra www.gjaldskil.is.

Dráttarvextir eru samkvæmt útgefnum dráttavöxtum Seðlabanka Íslands.

Ef við fáum engin viðbrögð frá þér fer út innheimtuviðvörun frá Gjaldskil ásamt kostnaði 3 dögum eftir eindaga.

Ferlið eftir það er síðan eftirfarandi:

  • 13 dögum eftir eindaga fer út innheimtubréf 1, frá Gjaldskil ásamt kostnaði.

  • 23 dögum eftir eindaga fer út innheimtubréf 2, frá Gjaldskil ásamt kostnaði

  • 33 dögum eftir eindaga fer út innheimtubréf 3, frá Gjaldskil ásamt kostnaði

  • 43 dögum eftir eindaga fer út löginnheimtubréf frá Gjaldskil ásamt lokaviðvörun þar sem greiðslu er krafist innan 14 daga ella fellur vátryggingin niður ef iðgjaldið er ekki greitt innan hins tilskilda frests.

  • 53 dögum eftir eindaga fer út ítrekun löginnheimtubréf frá Gjaldskil

Did this answer your question?