Við verðum að fá að sjá kaggann þinn áður en við getum samþykkt kaskótrygginguna. Sendu okkur myndir í gegnum appið svo við getum kíkt á hann 🚗
Svona tekur þú kaskómyndir í appinu:
Ýttu á taka nokkrar myndir af bílnum þínum á heimaskjánum í appinu
Taktu myndir af öllum hliðum bílsins.
Hlutir til að hafa í huga við myndatökuna:
Reyndu að taka myndirnar í góðri lýsingu og góðum gæðum þannig að við sjáum hve fallegur bíllinn þinn er.
Passaðu að bílnúmerið sjáist svo við vitum að þetta er bíllinn þinn.
Við kíkjum á myndirnar og virkjum kaskótrygginguna þína ef allt er í góðu.
Við látum þig vita um leið og myndirnar hafa verið samþykktar í appinu 🙌