Nei Verna safnar ekki gögnum um möguleg umferðarlagabrot þín. Einu gögnin sem geymd eru í kerfum Verna eru heildar ökuskor þitt og heildar undirskor t.a.m. mýkt við akstur.
Eini staðurinn þar sem hægt er að skoða persónugreinanleg gögn um einstaka ferðir er í farsímanum þínum. Hins vegar metur hraðaskorið sem þú færð fyrir hverja ferð ekki hvort að þú hafir verið að keyra yfir eða undir hámarkshraða. Það í staðin metur svo kallaðan umhverfishraða, þ.e.a.s. varstu að keyra hraðar eða hægar en aðrir keyra vanalega tiltekinn vegarspotta. Ef þú keyrir t.d. miklu hægar en aðrir í umferðinni að þá getur það valdið aukinni hættu á árekstri.