Tryggingin gildir til aksturs á Íslandi og innan EES, Færeyja og Sviss á gildistíma tryggingarinnar. Kaskó- og bílrúðutryggingin gilda einungis á Íslandi.
Sækja þarf um græna kortið (alþjóðlegt vátryggingakort) til Verna áður en haldið er af stað. Ef um er að ræða ökutæki með áhvílandi láni/fjármögnunarsamningi frá fjármögnunarfyrirtæki þarf að sækja skriflega staðfestingu frá viðkomandi fyrirtæki um að heimilt sé að fara með ökutækið úr landi. Framvísa skal staðfestingunni þegar sótt er um grænt kort.
Hér eru nánari upplýsingar um Græna kortið.