Skip to main content
All CollectionsTryggingar
Hvað geri ég ef ég legg inn númer eða afskrái bílinn?
Hvað geri ég ef ég legg inn númer eða afskrái bílinn?
V
Written by Verna
Updated over 2 weeks ago

Það þarf að tilkynna Verna ef númer af ökutæki eru lögð inn eða það afskráð.

Verna fellir niður lögbundna tryggingu á því tímabili sem númerin voru innlögð eða bíllinn afskráður þó svo tilkynningin berist eftir á. Kaskótrygging og bílrúðutrygging er felld frá þeim degi sem Verna er tilkynnt um innlagningu bílnúmera.

Athugið að þegar bílnúmer sem lögð eru inn með miða með áletruninni ,,notkun bönnuð’’ verður trygging ekki felld úr gildi. Það þarf að skila bílnúmerunum inn til Samgöngustofu svo hægt sé að fella trygginguna úr gildi.

Ef bílnúmerin eru tekin aftur í notkun, þarf að hafa samband við Verna.

Did this answer your question?