Skip to main content
All CollectionsVerna appið
Hvað ef það eru fleiri en einn ökumaður á bílnum?
Hvað ef það eru fleiri en einn ökumaður á bílnum?
V
Written by Verna
Updated over 2 weeks ago

Ef það eru fleiri en einn ökumaður á bílnum þá getur þú bætt þeim við í Verna appinu þínu. Þá mun ökuskorið þitt og allra ökumanna sem þú bætir við stýra verðinu á tryggingu bílsins 👭

Hvernig bæti ég við ökumanni?

  1. Opnaðu Verna appið þitt.

  2. Farðu í prófílinn þinn (litla fígúran í vinstra horninu).

  3. Ýttu á ökumenn takkann.

  4. Ýttu á bæta við ökumanni og sláðu inn kennitölu þeirra

  5. Næst þarft þú að bjóða nýja ökumanninum þínum í appið með því að ýta á bjóddu þeim í appið takkann

  6. Þar velur þú hvernig þú vilt senda skilaboðin á nýja ökumanninn (facebook, sms, og fl.)

Hvernig gerist ég ökumaður hjá öðrum?

Ef þú fékkst boð um að verða ökumaður bíls þá smellirðu á hlekkinn í skilaboðunum sem þú fékkst frá þeim. Ef þú smellir á hlekkinn í snjallsímanum þínum þá getur þú náð í appið beint.

Ef þú fékkst ekki skilaboð en ert viss um að þér hafi verið bætt við sem ökumanni er nóg að ná í Verna appið og ýta á skrá inn takkann og skrá þig inn með rafrænum skilríkjum.

Eftir að þú ýtir á hlekkinn eða skráir þig inn ættu að poppa upp skilaboð að þér hafi verið boðið að verða ökumaður 🚙 Ef þú samþykkir að vera ökumaður þá kemstu inn í appið og getur byrjað að keyra niður verðið með eigandanum!

Getur eigandinn fylgst með hvert og hvenær ökumaður á bílnum keyrir?

Nei, eigandinn sér einungis ökuskorið og ekna kílómetra hjá ökumönnum sínum.

Did this answer your question?