Skip to main content
All CollectionsVerna appið
Hvaða stillingar þarf ég í símanum mínum?
Hvaða stillingar þarf ég í símanum mínum?
V
Written by Verna
Updated over 5 months ago

Til að Verna appið geti mælt aksturinn þinn þá þurfa nokkrar stillingar í símtækinu þínu að vera rétt stilltar. Ef þú ert að lenda í því að ferðir séu ekki að koma inn þá máttu endilega yfirfara þessar stillingar.

🍎 iPhone stillingar

  1. Opnaðu "Settings".

  2. Skrollaðu niður þangað til þú finnur Verna appið og opnaðu það.

  3. Opnaðu "Location" og stilltu það á "Always".

    1. Kveiktu á "Precise location" þar fyrir neðan.

    2. Síminn spyr þig inn á milli hvort þú viljir halda áfram að leyfa Verna appinu að fylgjast með staðsetningunni þinni, passaðu upp á að velja "Always allow".

  4. Kveiktu á "Motion & Fitness" stillingunni.

  5. Kveiktu á "Background App Refresh" stillingunni.

Ef kveikt er á "Low Power Mode" þá munu ferðir enn mælast, en þær munu ekki birtast í appinu fyrr en slökkt er á "Low Power Mode".

🤖 Android stillingar

Stillingar í Android símum geta verið mismunandi milli stýrikerfa og framleiðanda, en hérna er útlistun á helstu stillingunum og hvar þú gætir fundið þær.

Rauði þráðurinn í stillingunum er að Location sé stillt á "Always", það sé kveikt á Physical Activity og það sé slökkt á öllum Battery Optimization fyrir Verna appið.

Algengar Samsung stillingar

  1. Opnaðu "Settings".

  2. Opnaðu "Apps".

  3. Finndu Verna appið

  4. Opnaðu "Permissions" og:

    1. Opnaðu "Location" og veldu "Allow all the time"

    2. Opnaðu "Physical activity" og veldu "Allow"

  5. Opnaðu "Mobile data" og:

    1. Hafðu kveikt á "Allow background data usage"

  6. Opnaðu "Battery" og veldu "Unrestricted"

Aðrar mögulegar Android stillingar

  1. Opnaðu "Settings".

  2. Opnaðu "Location" stillinguna og passaðu að hún sé stillt á 'On':

    1. Ef það eru nánari valmöguleikar þar undir, passaðu upp á að "High accuracy", "Improve accuracy" eða álíka sé valið.

  3. Opnaðu "Battery and device care":

    1. Ekki velja "Optimise" eða "Optimise now". Passaðu upp á að Verna appið sé stillt á "Not optimized".

    2. Veldu "Battery" stillinguna og slökktu á "Power saving mode".

    3. Veldu "Background usage limits" undir "Battery" og sjáðu til þess að ekki sé hakað við "Put unused apps to sleep".

    4. Finndu "More battery settings" eða "Battery Manager":

      stilltu "Adaptive battery" á "OFF".

      stilltu "Protect battery" á "OFF".

  4. Finndu Verna appið í stillingunum:

    1. Veldu "App info".

    2. Opnaðu "Permissions".

      1. Veldu "Location" og stilltu það á "Allow all the time".

      2. Veldu "Physical Activity" og stilltu það á "Allow".

      3. Veldu "Phone" og stilltu það á "Allow".

Did this answer your question?