Til að Verna appið geti mælt aksturinn þinn þurfa ákveðnar stillingar að vera réttar. Það er mismunandi hvaða stillingar þú þarft að fara yfir eftir því hvaða stýrikerfi síminn er með (iOS eða Android).
Ef appið hjá þér er ekki að mæla inn ferðir getur verið að þú þurfir að fara yfir þessar stillingar. Þegar stýrikerfi eru uppfærð getur verið að stillingar breytist og við reynum að halda þessum snillingum uppfærðum eftir nýjustu uppfærslum 🙏
🍎 iPhone stillingar
Opnaðu Settings.
Skrollaðu niður og ýttu á apps of finndu Verna appið. Í eldri uppfærslum skrollar þú bara beint niður og finnur Verna appið.
Opnaðu Location
Stilltu location á Always.
Kveiktu á Precise Location þar fyrir neðan.
Síminn spyr þig inn á milli hvort þú viljir halda áfram að leyfa Verna appinu að fylgjast með staðsetningunni þinni, passaðu upp á að velja Always allow.
Passaðu að kveikt sé á eftirfarandi stillingum
Bluetooth
Motion & Fitness
Live Activities
Background App Refresh
Opnaðu Notifications og veldu Allow Notifications.
Ef kveikt er á Low Power Mode þá munu ferðir enn mælast, en þær munu ekki birtast í appinu fyrr en slökkt er á Low Power Mode.
🤖 Android stillingar
Stillingar í Android símum geta verið mismunandi milli stýrikerfa og framleiðanda, en hérna er útlistun á helstu stillingunum og hvar þú gætir fundið þær.
Rauði þráðurinn í stillingunum er að Location sé stillt á "Always", það sé kveikt á Physical Activity og það sé slökkt á öllum Battery Optimization fyrir Verna appið.
Algengar Samsung stillingar
Opnaðu stillingar.
Skrollaðu niður og opnaðu forrit.
Finndu Verna appið og opnaðu það.
Passaðu að ekki sé kveikt á fjarlægja heimildir ef forrit er ónotað
Opnaðu tilkynningar og veldu leyfa tilkynningar.
Opnaðu heimildir:
Opnaðu staðsetningu og veldu leyfa alltaf og kveiktu á nota nákvæma staðsetningu.
Opnaðu hreyfing, nálæg tæki og tilkynningar og veldu leyfa á þeim öllum.
Passaðu að slökkt sé á gera hlé á forritavirkni ef ekki notað.
Opnaðu farsímagögn og kveiktu á leyfa notkun bakgrunnsgagna og leyfa gagnanotkun ef kveikt er á gagnasparnaði.
Opnaðu rafhlaða og hakaðu við án takmarkana.
Viðbótarstilling fyrir Android (á ekki við öll tæki)
Opnaðu stillingar.
Skrollaðu niður og opnaðu umhirða tækis.
Ýttu á rafhlaða og:
passaðu að slökkt sé á orkusparnaður og rafhlöðuvörn.
Opnaðu notkunartakmörk í bakgrunni og passaðu að slökkt sé á setja ónotuð forrit í hvíld