All Collections
Verna appið
Hvaða stillingar þarf ég í símanum mínum?
Hvaða stillingar þarf ég í símanum mínum?
V
Written by Verna
Updated over a week ago

Til að Verna appið geti mælt aksturinn þinn þá þurfa nokkrar stillingar í símtækinu þínu að vera rétt stilltar. Ef þú ert að lenda í því að ferðir séu ekki að koma inn þá máttu endilega yfirfara þessar stillingar.

🍎 iPhone stillingar

  1. Opnaðu "Settings".

  2. Skrollaðu niður þangað til þú finnur Verna appið og opnaðu það.

  3. Opnaðu "Location" og stilltu það á "Always".

    1. Kveiktu á "Precise location" þar fyrir neðan.

    2. Síminn spyr þig inn á milli hvort þú viljir halda áfram að leyfa Verna appinu að fylgjast með staðsetningunni þinni, passaðu upp á að velja "Always allow".

  4. Kveiktu á "Motion & Fitness" stillingunni.

  5. Kveiktu á "Background App Refresh" stillingunni.

Ef kveikt er á "Low Power Mode" þá munu ferðir enn mælast, en þær munu ekki birtast í appinu fyrr en slökkt er á "Low Power Mode".

🤖 Android stillingar

Stillingar í Android símum geta verið mismunandi milli stýrikerfa og framleiðanda, en hérna er útlistun á svona helstu stillingunum og hvar þú gætir fundið þær.

Rauði þráðurinn í stillingunum er að Location sé stillt á "Always", það sé kveikt á Physical Activity og það sé slökkt á öllum Battery Optimization fyrir Verna appið.

Algengar Samsung stillingar

  1. Opnaðu "Settings".

  2. Opnaðu "Apps".

  3. Finndu Verna appið

  4. Opnaðu "Permissions" og:

    1. Opnaðu "Location" og veldu "Allow all the time"

    2. Opnaðu "Physical activity" og veldu "Allow"

  5. Opnaðu "Mobile data" og:

    1. Hafðu kveikt á "Allow background data usage"

  6. Opnaðu "Battery" og veldu "Unrestricted"

Aðrar mögulegar Android stillingar

  1. Opnaðu "Settings".

  2. Opnaðu "Location" stillinguna og passaðu að hún sé stillt á 'On':

    1. Ef það eru nánari valmöguleikar þar undir, passaðu upp á að "High accuracy", "Improve accuracy" eða álíka sé valið.

  3. Opnaðu "Battery and device care":

    1. Ekki velja "Optimise" eða "Optimise now". Passaðu upp á að Verna appið sé stillt á "Not optimized".

    2. Veldu "Battery" stillinguna og slökktu á "Power saving mode".

    3. Finndu "More battery settings" eða "Battery Manager":

      stilltu "Adaptive battery" á "OFF".

      stilltu "Protect battery" á "OFF".

  4. Finndu Verna appið í stillingunum:

    1. Veldu "App info".

    2. Opnaðu "Permissions".

      1. Veldu "Location" og stilltu það á "Allow all the time".

      2. Veldu "Physical Activity" og stilltu það á "Allow".

      3. Veldu "Phone" og stilltu það á "Allow".

Did this answer your question?