Skip to main content
All CollectionsVerna appið
Hvernig tengi ég appið við Bluetooth bílsins?
Hvernig tengi ég appið við Bluetooth bílsins?
V
Written by Verna
Updated over 11 months ago

Með því að tengja Verna appið við Bluetooth kerfið í bílnum getur þú séð hvaða ferðir þú keyrðar á þínum bíl. Ef þú vilt henda ferðum sem ekki eru farnar á þínu ökutæki, getur þú eytt ferðunum úr Verna appinu. Þannig að ef þú ert t.d. reglulega að keyra vinnubíl og vilt ekki að þær ferðir hafi áhrif á verðið, getur þú valið að eyða þeim.

Hvernig tengi ég appið við Bluetooth kerfið í bílnum?

  1. Þú opnar Verna appið inn í bílnum sem þú vilt tengjast við.

  2. Þú velur Prófíll uppi í vinstra horninu.

  3. Næst velur þú Stillingar.

  4. Undir Bluetooth stillingar velur þú Uppfæra.

  5. Ýttu á Tengja bíl og veldu ökutækið.

Hvað ef bíllinn minn er ekki með Bluetooth?

Þú getur alltaf notað appið án þess að tengja það við Bluetooth kerfið í bílnum. Eina breytingin er sú að þá eru ferðirnar á bílnum þínum ekki merktar undir Ferðir í Verna appinu.

Ef þú vilt vera með í fjörinu þá er möguleiki að kaupa Bluetooth FM sendi sem tengdur er í 12 volta tengi bílsins (sígarettukveikjarann). Hægt er að tengja Verna appið í þá senda alveg eins og ef bíllinn þinn væri með Bluetooth.

Did this answer your question?