Þegar appið er tengt við bluetooth kerfi bílsins verða ferðirnar bluetooth merktar. Þetta gerir þér kleift að sjá betur hvaða ferðir þú keyrir á þínum bíl og hverjar ekki 💙
Hvernig tengi ég appið við Bluetooth kerfið í bílnum?
Opnaðu Verna appið inn í bílnum sem þú vilt tengjast við.
Farðu í þinn Prófíl (litla fígúran vinstra megin)
Ýttu á Stillingar.
Undir Bluetooth stillingar velur þú Uppfæra.
Ýttu á Tengja bíl og veldu ökutækið.
Hvað ef bíllinn minn er ekki með Bluetooth?
Þú getur alltaf notað appið án þess að tengja það við Bluetooth kerfið í bílnum. Ef þú vilt vera með í fjörinu þá er möguleiki að kaupa Bluetooth FM sendi sem tengdur er í bílinn. Hægt er að tengja Verna appið í þá senda alveg eins og ef bíllinn þinn væri með Bluetooth.