Ef þú valdir að greiða mánaðarlega þegar þú keyptir tryggingu þá fer mánaðargjaldið sjálfkrafa í byrjun mánaðar út af kortinu sem þú skráðir við kaup.
Kröfur stofnast í heimabankanum þínum ef ekki náðist að skuldfæra á kortið þitt í byrjun mánaðar. Það gerist t.d. ef þú hefur lokað kortinu þínu eða því hefur verið stolið.
Krafa í heimabanka er því varaleið til að greiða mánaðargjaldið þitt. Ef þú hefur fengið kröfu vegna þess að þú hefur fengið þér nýtt greiðslukort skaltu endilega senda okkur línu á [email protected] og við sendum þér hlekk til þess að skrá nýtt kort.