All Collections
Snjalltækjatryggingar
Viðgerð
Hvernig slekk ég á "Find my iPhone"?
Hvernig slekk ég á "Find my iPhone"?
V
Written by Verna
Updated over a week ago

Þegar sími fer í viðgerð þá þarf alltaf að slökkva á find my iPhone (sama á við um iPad, tölvurnar og Apple Watch). Ástæða þess er að Find my iphone er þjófavörn í tækjunum og ekki er hægt að setja þau í gegnum próf sem þau þurfa að standast eftir viðgerð ef kveikt er á þessari þjófavörn.

Slökkva á FMI í síma/iPad

Til þess að slökkva í símum og ipad þá ferðu inn í "Settings" í símanum/ipadinum og velur nafnið þitt efst. Þaðan velur þú "Find my" og ýtir á efsta flipann, þaðan afhakaru síðan efsta flipann og skrifar lykilorðið af Apple ID-inu þínu.

Slökkva á FMI í tölvu

Ef þú kemst ekki inn í tækin þín getur þú farið inn á iCloud á tölvu og skráð þig inn með Apple ID og valið "Find my". Þar ættir þú að sjá lista af öllum tækjunum sem eru með kveikt á þjófavörninni. Þá þarftu einfaldlega bara að velja tækið sem þarf að slökkva á og klikka á "Remove device". Passa sig þar að velja ekki ruslatunnuna! Sama gildir um úrin ✌️

Hér er hægt að sjá enn ítarlegri leiðbeiningar ttps://al-support.apple.com/#/getsupport 😊

Did this answer your question?