Fyrsta skrefið er að tilkynna tjónið hér á vefsíðunni okkar og segja okkur í stuttu máli hvað kom fyrir snjalltækið þitt. Þegar er búið að samþykkja tjónið þá sendum við þér og viðeigandi verkstæði tjónabeiðni í tölvupósti, þá getur þú farið með tækið í viðgerð.
Gott að vita áður en þú ferð með tækið í viðgerð:
Slökkva á "Find my iPhone" í símanum (ef þetta er iPhone), sama gildir um iPad og úrin.
Gott er að vera líka búin að taka afrit af mikilvægum myndum og gögnum á iCloud eða Google Photos.
Móttaka Apple tækja í viðgerð er hjá Epli á Laugavegi 182. Opnunartíma Epli má finna hér
Móttaka Samsung tækja í viðgerð er hjá Tæknivörur í Víkurhvarfi 4, 203 Kópavogi. Opið er á milli 9:00-16:00 alla virka daga. Lokað um er um helgar.
Fyrir aðrar símtegundir er best að hafa samband við okkur í gegnum netspjallið á vefsíðunni okkar eða með tölvupósti á [email protected].