Fyrsta skrefið er að tilkynna tjónið inn á viss.is, þar fyllir þú út tjónaskýrslu og segir í stuttu máli hvað kom fyrir. Tjónaskýrslan lendir síðan hjá okkur um leið og þú staðfestir skýrsluna.
Áður en þú ferð með snjalltækið í viðgerð þá þarf að slökkva á "Find my iPhone" í símanum (ef þetta er iPhone), sama gildir um iPad og úrin.
Gott er að vera líka búin að taka afrit af mikilvægum myndum og gögnum á iCloud eða Google Photos.
Þegar er búið að samþykkja tjónið þá sendum við þér og viðeigandi verkstæði tjónabeiðni í tölvupósti, þá getur þú farið með tækið í viðgerð.
Móttaka Apple tækja í viðgerð er hjá Macland í Kringlunni á 2. hæð. Opið er á milli 11:00-17:00 alla virka daga.
Móttaka Samsung tækja í viðgerð er hjá Tæknivörur í Víkurhvarfi 4, 203 Kópavogi. Opið er á milli 9:00-16:00 alla virka daga.
Fyrir aðrar símtegundir er best að hafa samband við okkur í gegnum netspjallið hér í hægra horni og í síma 449 7700 á milli 10:00 - 16:00 mán-fös.