All Collections
Snjalltækjatryggingar
Viðgerð
Hvað þýðir "eftirstöðvar" tryggingar og "altjón"?
Hvað þýðir "eftirstöðvar" tryggingar og "altjón"?
V
Written by Verna
Updated over a week ago

Þegar snjalltækið þitt lendir illa í því og verður óviðgerðarhæft, til dæmis eins og þegar það er rakaskemmt, tækinu er stolið eða þú keyrir yfir tækið þá kallast það "altjón".

Þegar altjón á sér stað þarf að greiða sjálfsábyrgð og eftirstöðvar tryggingarinnar. Eftirstöðvar eru þau mánaðargjöld sem eru eftir af tryggingarárinu.

Segjum að þú eigir Iphone 12 pro þar sem sjálfsábyrgðin fyrir viðgerðinni eru 19.500 krónur og lendir í altjóni þegar þú átt eftir 4 mánuði af tryggingarárinu. Mánaðargjaldið fyrir Iphone 12 pro eru 1.999 krónur og eftirstöðvarnar væru þá 1.999 krónur sinnum 4 sem gera 7.996. Þessar 7.996 krónur myndu þá leggjast ofan á sjálfsábyrgðina og tryggingin felld niður þar sem þú hefur þá greitt hana upp. Að því loknu myndir þú hreinlega fá nýjan síma úr viðgerðinni sem þú gætir að sjálfsögðu tryggt aftur ef þess væri óskað.

Did this answer your question?