Ef að hægt er að gera við tækið, sem er tryggt hjá okkur, þá er það tryggt áfram út vátryggingatímabilið.
Undantekningin er, ef að tækið hefur skemmst áður og uppsafnaður viðgerðarkostnaður nemur kostnaði við nýtt tæki. Þá er tryggingin fullnýtt. Sama gildir ef að tækið er ónýtt og við þurfum að bæta það með öðru tæki þá ertu búinn að fullnýta trygginguna sem að þú keyptir.