Skip to main content
All CollectionsVerna með
Hver er hugmyndin á bak við Verna?
Hver er hugmyndin á bak við Verna?
V
Written by Verna
Updated over a year ago

Í upphafi 2020 komum við saman úr ólíkum áttum og vorum staðráðin í því að gera vöru sem yrði breytingarafl á Íslenskum tryggingarmarkaði.

Svona gerum við þetta saman: varan okkar veitir sömu vernd og þekkist á Íslenskum markaði en þú getur haft áhrif á verðið með bættu aksturslagi. Því betri bílstjóri sem þú ert, því ólíklegri ertu til að lenda í tjóni og við viljum að þú njótir góðs af því með lægra verði.

Þetta virkar líka í hina áttina, ef þú ert glanni í umferðinni, þá hækkar verðið þitt.

Appið er þannig kjarninn í okkar þjónustu og þeir sem ekki notað appið, njóta ekki sömu kjara.

Við reiknum alltaf verðið á ársgrundvelli - og nei, þú borgar enga greiðsludreifingar vexti fyrir að borga mánaðarlega eins og hjá öðrum félögum. Þú færð tækifæri til að bæta ökuskorið þitt í hverjum mánuði! Flestir eru að bæta ökuskorið sitt jafnt og þétt með tímanum.

Þetta er kjarni hugmyndafræðinnar okkar, við lækkum verðið saman.

Did this answer your question?