Skip to main content
Græna kortið
I
Written by Ingibjörg
Updated over a week ago

Þegar farið er með ökutæki erlendis þarf að hafa tryggingar þess í huga þar sem trygging þess gildir ekki sjálfkrafa í útlöndum.

Græna kortið er staðfesting á því að ábyrgðartrygging ökutækis sé í gildi á Íslandi. Ábyrgðartrygging ökutækis gildir á Íslandi og í öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Kortið gildir einnig í öðrum löndum, en nauðsynlegt er að kynna sér hvar ábyrgðartryggingin gildir áður en lagt er af stað í ferðalag. Athugið að kaskótrygging Verna gildir ekki erlendis.

Ef um er að ræða ökutæki með áhvílandi láni/fjármögnunarsamningi frá fjármögnunarfyrirtæki þarf að sækja skriflega staðfestingu frá viðkomandi fyrirtæki um að heimilt sé að fara með ökutækið úr landi. Framvísa skal staðfestingunni þegar sótt er um grænt kort.

Græna kortið er gilt út vátryggingartímabil ökutækis og er ekki hægt að endurnýja það ef ökutæki hefur verið úr landi í X mánuði.

Græna kortið er gefið út af Verna og sótt til okkar á skrifsofu við Ármúla 13 eða sent í tölvupósti.

Ef tjón verður á ökutæki erlendis er það tilkynnt í Verna appinu.

Did this answer your question?