Nei, staðsetning er einungis notuð til þess að reikna ökuskor. Við sjáum ekki gögn í okkar kerfum um einstaka bílferðir. Þegar þú lýkur ferð eru gögnin um ferðina send ópersónugreinanleg til samstarfsaðila okkar til að reikna út ökuskorið þitt. Verna sér einungis ökuskorið þitt.
Hvað þýða ópersónugreinanlegar upplýsingar?
Þegar appið þitt sendir gögnin til greiningar (til að fá ökuskor) þá sendir það engar upplýsingar um þig með. Þar af leiðandi hefur samstarfsaðili okkar ekki hugmynd um hver var að keyra hvert eða af hverju, eini tilgangur þeirra er að reikna út ökuskorið þitt.
Þú getur séð nánar um hvernig ökuskorið þitt verður til hér.