Skip to main content
All CollectionsTjónÞjónusta
Hvað get ég gert ef ég er ósammála niðurstöðu Verna í tjónum?
Hvað get ég gert ef ég er ósammála niðurstöðu Verna í tjónum?
V
Written by Verna
Updated over 2 years ago

Þú getur sett þig í samband við okkur og við ræðum saman. Ef þú ert ekki enn sáttur þá hjálpum við þér að senda málið í réttan farveg.

Tjónanefnd vátryggingafélaganna

Málið er sent fyrst fyrir tjónanefnd sem er nefnd á vegum SFF þar sem fullrúar tryggingafélag sitja. Nefndin tekur einungis á málum sem tengjast ákvörðun á bótaskyldu úr lögboðnu tryggingunum, ekki kaskó. Verna sér um að vísa málinu til Tjónanefndar, óskir þú eftir því, og tilkynnir þér niðurstöðu nefndarinnar þegar hún liggur fyrir. Málsmeðferðin tekur að jafnaði eina viku og er endurgjaldslaus.

Úrskurðarnefnd vátryggingamála

Þú getur einnig skotið niðurstöðu Tjónanefndar til Úrskurðanefndar. Úrskurðanefnd tekur á málum sem snúa að ágreining um bótaskyldu, þar með talið sök og sakarskiptingu milli neytenda og vátryggingafélags. Nefndin fjallar vanalega ekki um bótafjárhæð nema að bæði tjónþoli og vátryggingafélagið hafi óskað eftir því. Ef þú vilt vísa máli til Úrskurðanefndar fyllir þú út eyðublað og sendir til nefndarinnar. Málskostnaður er á bilinu 10.000 kr. til 25.000 kr.

Nánari upplýsingar má finna hér.

Did this answer your question?