Já, þú getur prufað Verna appið í 30 daga áður en þú kaupir tryggingu.
Ferlið er einfalt:
Náðu í Verna appið í App Store eða Google Play Store.
Veldu Prófa appið í 30 daga.
Skráðu símanúmerið þitt og tölvupóst og auðkenndu þig með rafrænum skilríkjum eða Auðkenni appinu.
Farðu eftir leiðbeiningum um hvaða stillingar þú þarft í þinn síma. Leiðbeiningarnar má finna hér.
Skráðu bílnúmerið á þeim bíl sem þú vilt prófa.
Nú byrjar þú að keyra með Verna appið og síminn sér um að reikna fyrir þig ökuskor sem stjórnar verði tryggingarinnar hvers mánaðar.
Þegar prufutímabilið er hafið getur þú séð verðin á þeim pökkum sem við höfum upp á að bjóða. Þetta verð miðar við það ökuskor sem þú fékkst á prufutímabilinu ☺️ Þú getur ákveðið að tryggja bílinn á miðju prufutímabili eða eftir að því líkur.