Verna var stofnað af því að við vildum breyta því hvernig hlutirnir hafa alltaf verið gerðir. Saman hefur okkur tekist að breyta bransanum til hins betra.
Hér koma nokkrar ástæður af hverju við teljum okkur vera sanngjarnari, ódýrari, betri og umhverfisvænni:
Sanngjarnari 🙌
Með Verna appinu stýrir þú verðinu, því betri akstur, því minna greiðir þú fyrir
bílatrygginguna þína. Annars staðar er það þannig að verðið á tryggingunni fer eftir ýmsum breytum, þar með talið hvaða hópi þú tilheyrir. Ef hópurinn sem þú tilheyrir lendir oft í tjóni, þá greiðir þú meira fyrir trygginguna þína. Þannig er ungt fólk oft að greiða hærri tryggingar en aðrir. Hjá Verna ert þú ert ekki að niðurgreiða tryggingar hjá þeim sem aka verr en þú, heldur fer verðið eftir því hvernig þú keyrir!
Ódýrari 💸
Við leggju mokkur fram við að halda yfirbyggingu Verna í lágmarki, engin falinn auka kostnaður. Verna rukkar þig alltaf mánaðarlega án þess að rukka þig um greiðsludreifingavexti, sem eru að jafnaði 6% á ársgrundvelli. Þú sleppur við það að greiða 390 kr. seðilgjald á mánuði með því að tengja kortið þitt við trygginguna. Þú hefur möguleika á að lækka trygginguna þína ennþá meira með því að bjóða vinum þínum í Verna. Með því að Verna vin færð þú og vinurinn 150 kr. afslátt á mánuði það sem eftir er og ef þú Vernar nógu marga vini getur þú fengið fría tryggingu 😎
Betri 🤞
Það getur verið algjör hausverkur að rýna í smáa letrið. Það þekkist annars staðar að eigin áhætta er hærri (jafnvel tvöföld) ef skemmd verður á ákveðnum hluta bílsins, eins og t.d. á batteríi í rafmagnsbílum. Hjá Verna er eigin áhættan alltaf sú sama, hvernig sem tjónið er. Hjá öðrum félögum er það stundum þannig að þú þarft að vera með fjölskyldutryggingu til að eiga rétt á bílaleigubíl í kaskóstjóni. Þú þarft enga aðra tryggingu til að eiga rétt á bílaleigubíl og þú færð að vera með hann í 7 daga ef þú lendir í kaskótjóni.
Umhverfivænni 💚
Mýkri akstur = minni mengun.
Við erum rétt að byrja og við höldum ótrauð áfram að bæta og breyta 💪