Skip to main content
Af hverju Verna?
V
Written by Verna
Updated over 2 weeks ago

Verna var stofnað af því að við viljum breyta því hvernig hlutirnir hafa alltaf verið gerðir. Með Verna appinu stjórnar þú verðinu – því betri akstur, því lægra verð.

Við höldum kostnaði í lágmarki og tryggjum að það sé enginn falinn aukakostnaður. Þú greiðir mánaðarlega án þess að greiða fyrir greiðsludreifingu og sparar seðilgjöld með því að tengja kortið þitt við trygginguna. Þú getur líka lækkað kostnaðinn enn frekar með því að bjóða vinum þínum í Verna.

Eigin áhætta í kaskótjóni er alltaf sú sama. Þetta þýðir að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af hærri kostnaði við tilteknar skemmdir, eins og rafhlöður í rafmagnsbílum. Í kaskótjónum átt þú alltaf rétt á bílaleigubíl á meðan viðgerð stendur, að hámarki í 7 daga.

Bíllinn þinn mengar minna ef þú keyrir mjúklega. Með mýkri akstri hafa viðskiptavinir Verna lækkað kolefnisfótsporið um 9-11% á ári.

Í stuttu máli ✌️

  • Þú ræður verðinu – því betri akstur, því lægra verð.

  • Enginn falinn aukakostnaður – mánaðarleg greiðsla án kostnaðar við greiðsludreifingu.

  • Ekkert seðilgjald ef þú tengir kortið þitt við trygginguna.

  • Eigin áhætta í kaskótjóni er alltaf sú sama, óháð umfangi tjóns.

  • Þú færð bílaleigubíl í allt að 7 daga ef þú lendir í kaskótjóni.

  • Þú minnkar kolefnisfótsporið með mýkri akstri

Did this answer your question?