All Collections
Verna með
Hvernig virkar meðeigandaskráning?
Hvernig virkar meðeigandaskráning?
V
Written by Verna
Updated over a week ago

Þú mátt einungis tryggja bíla sem þú ert skráður eigandi fyrir. En þú gætir viljað tryggja bíl í þínu nafni sem t.d. maki eða foreldri er skráð eigandi fyrir. Í þeim tilfellum er annars vegar hægt að gera eigandaskipti á bílnum og þá getur þú tryggt bílinn í þínu nafni. Hins vegar bjóðum við einnig upp á að skrá þig sem meðeiganda að bílnum (með samþykki eiganda) og þá getur þú tryggt bílinn í þínu nafni án þess að gera eigandaskipti.

Hvernig skrái ég mig sem meðeiganda?

  1. Þú nærð í Verna appið og skráir þig inn með rafrænum skilríkjum.

  2. Þú flettir upp bílnúmerinu á bílnum sem þú vilt tryggja.

  3. Þú velur þann pakka sem þér þykir bestur.

  4. Þá er komið að meðeigandaskráningunni. Þú byrjar á að skrifa undir þinn helming af meðeigandaskjalinu með rafrænum skilríkjum.

  5. Þegar þú hefur skrifað undir skjalið þá þarftu að fá aðal eiganda bílsins til að skrifa undir sinn helming af meðeigandaskjalinu, sem og uppsagnarbréf til núverandi tryggingafélagsins.
    Appið býr til sérsniðin skilaboð með hlekkjum á síðu þar sem eigandinn getur skrifað undir skjölin með rafrænum skilríkjum, þannig það eina sem þú þarft að gera er að senda skilaboðin í SMS, á Facebook eða hvernig sem þú vilt!

  6. Þú klárar kaupin á tryggingunni í appinu, en tryggingin hefst svo ekki fyrr en eigandi bílsins klárar að skrifa undir skjölin, Samgöngustofa samþykkir skráninguna og uppsagnarfresturinn hjá núverandi tryggingafélagi er liðinn. Þú getur samt byrjað að nota appið og safna ökuskorinu þínu strax!

Kostar meðeigandaskráning eitthvað?

Samgöngustofa rukkar 1.087 kr. fyrir meðeigandaskráningu, en við sjáum um að borga þeim og rukkum þig bara með kaupunum á tryggingunni.

Did this answer your question?