Ef þú vilt tryggja bíl sem er ekki skráður á þína kennitölu þarft þú að gerast meðeigandi bílsins. Verna MGA bíður upp á meðeigendaskráningu í appinu. Það sem þú þarft að gera er eftirfarandi:
Náðu í Verna appið með App Store eða Google Play Store.
Skráðu símanúmerið þitt og tölvupóst og auðkenndu þig með rafrænum skilríkjum eða Auðkenni appinu.
Farðu eftir leiðbeiningum um hvaða stillingar þú þarft í þinn síma. Leiðbeiningarnar má finna hér.
Þú flettir upp bílnúmerinu á bílnum sem þú vilt tryggja.
Skoðaðu alla þá pakka sem við höfum uppá að bjóða ásamt verði. Til þess að fletta á milli pakka dregur þú þá til hliðar ☺️ Til að skoða hvern pakka nánar smellir þú á [i] takkann uppi í hægra horninu til að sjá nánari upplýsingar um pakkann.
Þá er komið að meðeigandaskráningunni. Þú byrjar á að undirrita þinn helming af meðeigandaskjalinu með rafrænum skilríkjum.
Þegar þú hefur undirritað skjalið þarf skráður eigandi bílsins að skrifa undir sinn helming af meðeigandaskjalinu, sem og uppsagnarbréf til núverandi tryggingafélagsins.
Appið býr til sérsniðin skilaboð með hlekkjum á síðu þar sem eigandinn getur skrifað undir skjölin með rafrænum skilríkjum, þannig það eina sem þú þarft að gera er að senda skilaboðin í SMS, á Facebook eða hvernig sem þú vilt senda þau!
Þú klárar kaupin á tryggingunni í appinu. Tryggingin hefst ekki fyrr en eigandi bílsins klárar að undirrita skjölin, Samgöngustofa samþykkir skráninguna og uppsagnafresturinn hjá núverandi tryggingafélagi er liðinn. Þó tryggingin sé ekki orðin virk getur þú byrjað að nota appið og safna ökuskorinu þínu strax!
Kostar meðeiganda skráning eitthvað?
Já, meðeiganda skráningin kostar, þú finnur nánari upplýsingar varðandi greiðsluna á vef samgöngustofu.